Bergþór Pálsson á Amtsbókasafninu!! - kynnir bókina sína Vinamót, og kennir fólki borðsiði

Bergþór PálssonMiðvikudaginn 21. nóvember kl. 17:15 mun hinn landsþekkti óperusöngvari, Bergþór Pálsson, lesa upp úr nýrri bók sinni um veisluhald og borðsiði, og einnig mun hann sýna gestum hvernig á að dekka borð.

Bókin Vinamót: um veislur og borðsiði er stórglæsileg, fræðandi og virkilega skemmtilega skrifuð. Flestir Íslendingar þekkja til Bergþórs Pálssonar og hans skemmtilegu framkomu og lífsgleði. Það verður því örugglega glatt á hjalla þegar Bergþór sjálfur kennir okkur mannasiði, borðsiði og alls kyns siði!

Vinamót fer yfir allt sem viðkemur borðsiðum- Hvað er kokteilklæðnaður?
-Hvernig eru eftirréttahnífapör lögð á borð?
- Á ég að lyfta glasi ef skálað er fyrir mér?

Þessum og fleiri spurningum mun Bergþór svara. Þess má geta að hin stórglæsilega Mímósa blómabúð mun sjá um allan borðbúnað sem Bergþór notar til sýnikennslunnar!

Frábært myndskeið með Bergþóri að kenna borðsiði!

Þetta er sem fyrr samstarf við Skáldaspíruna, og er Skáldaspírukvöld 91.

Munið:
Bergþór Pálsson: Vinamót: um veislur og borðsiði
Amtsbókasafnið á Akureyri, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17:15 - stórkostleg skemmtun!

Skáldaspírukvöld 91

Mætið tímanlega!



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan