Í maí og fram í júní er enginn eiginlegur barnabókavörður starfandi við safnið. Hildur sem verið hefur barnabókavörður er farin til annara starfa og Ingibjörg sem er í foreldraorlofi kemur ekki til starfa fyrr en í haust.
Herdís Anna Friðfinnsdóttir mun sjá um sumarlesturinn sem verður í júnímánuði.
Þó svo að enginn eiginlegur barnabókavörður verði starfandi hluta úr sumrinu munum við að sjálfsögðu veita alla þá þjónustu sem við getum bæði börnum og fullorðnum og hlökkum til að sjá unga sem aldna nýta sér safnið og njóta þess sem þar er í boði.