Auður og Halldór hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin - Halldór Laxness tengist þeim báðum

Halldór Guðmundsson hefur verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína um ævi Nóbelsskáldsins Halldórs LaxnessÞað má segja að þetta árið hafi verðlaunin tengst Halldóri Laxness sterkum böndum, því Halldór Guðmundsson fékk verðlaunin fyrir Halldór Laxness: ævisaga og Auður Jónsdóttir er barnabarn Halldórs Laxness. Bókin hennar heitir Fólkið í kjallaranum.

Auður er ung að árum en hefur samt verið tvisvar sinnum tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem er frábær árangur miðað við að hafa skrifað fimm bækur!Auður og Halldór hafa bæði verið nýleg skáld vikunnar hérna hjá okkur á Amtsbókasafnssíðunni og því skemmtilegt að svona skuli hittast á.

Við óskum Auði Jónsdóttur og Halldóri Guðmundssyni innilega til hamingju með verðlaunin, og ítrekum við safngesti að þessar bækur er vissulega hægt að fá lánaðar hjá okkur hér á safninu.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan