Nýliðinn júlímánuður var annasamur hér á bókasafninu. Við höfum aldrei fengið jafnmarga gesti í einum mánuði eða 13.247 – sem gera 576 gesti á dag. Þetta er aukning um 11% miðað við sama mánuð í fyrra.
Við höfum heldur aldrei lánað eins mikið út af gögnum safnsins eða 20.540 eintök en það er 14% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Sem fyrr eru það bækur og tímarit sem eru vinsælust hjá lánþegum okkar en að auki er fólk að fá að láni dvd, myndbönd, tónlist og hljóðbækur svo eitthvað sé nefnt.
Mikil aðsókn hefur einnig verið í tölvuaðgang hjá okkur og eru þar í meirihluta erlendir ferðamenn sem þurfa að komast í netsamband á ferð sinni um landið.