Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Vinnuskóli 16 ára byrjar 10. júní

Starfstímabilið hjá vinnuskólanum fyrir 16 ára unglinga er 6 vikur og stendur frá 10. júní til 26. júlí. Vinnuskólinn er lokaður vikuna 8. til 12. júlí. Unnir eru 6 tímar á dag, fjóra daga vikunnar. Vinnuskólinn hefur þann háttinn á í ár að 16 ára unglingar mæta fyrstu þrjá dagana á fræðsludaga í Rósenborg en sá tími er inni í vinnutíma sumarsins sem er 144 klst. Mæta skal stundvíslega kl. 10 í Rósenborg, mánudaginn 10. júní. Það er skyldumæting á þessa daga.
Lesa fréttina Vinnuskóli 16 ára byrjar 10. júní

Ert þú á leiðinni í sumarfrí?

Nú er kominn sá tími árs sem margir fara í sumarfrí og því mikilvægt að huga að skráningu í dagbókinni. Hér að neðan eru leiðbeiningar um skráningu fjarvista í dagbók og hvernig Out of office er uppsett fyrir tölvupóstinn.
Lesa fréttina Ert þú á leiðinni í sumarfrí?

Lokað hjá Starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag miðvikudaginn 29. maí og fimmtudaginn 30. maí vegna útborgunar. Föstudaginn 31. maí verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá Starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Hjólað í vinnuna 2013

Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí n.k. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna 2013

Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag föstudaginn 26. apríl og mánudaginn 29. apríl vegna útborgunar. Þriðjudaginn 30. apríl verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Umsóknarfrestur um TV einingar rennur út 1. maí nk.

Minni á að umsóknir um TV einingar skulu berast starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir 1. maí 2013 á eyðublöðum sem finna má í starfsmannahandbók á vef Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Umsóknarfrestur um TV einingar rennur út 1. maí nk.

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2013. Alls bárust umsóknir um styrki til 172 verkefna frá 77 umsækjendum upp á ríflega 83 millj. króna. Ákveðið var að veita styrki til 167 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 35.701.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.
Lesa fréttina Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013

Nýliðafræðsla 17. apríl 2013

17. apríl nk. verður boðið upp á þriggja tíma fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 17. apríl 2013

Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar

Lokað verður hjá starfsmannaþjónustunni í dag mánudaginn 26. mars og þriðjudaginn 27.mars vegna útborgunar. Þriðjudaginn 2. apríl verður opið eins og venjulega frá kl. 9:00 -16:00.
Lesa fréttina Lokað hjá starfsmannaþjónustunni vegna útborgunar
Skemmtilegt á starfslokanámskeiði

80 manns á starfslokanámskeiði

Í síðustu viku lauk námskeiði sem hafði það markmið að leiðbeina starfsfólki við að undirbúa starfslok sín vegna aldurs. Alls sóttu námskeiðið um 80 manns frá Akureyrarbæ, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Norðurorku. Námskeiðið stóð yfir þrjá eftirmiðdaga, 2 – 2,5 tíma í senn. Dagskráin var afar fjölbreytt þar sem fjallað var um leiðir til að aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Samstarfsaðilar að námskeiðinu voru Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka og stéttarfélögin Kjölur og Eining Iðja.
Lesa fréttina 80 manns á starfslokanámskeiði

Umsóknarfrestur sumarstarfa

Umsóknarfrestur sumarstarfa 2013 er til og með 13. mars nk.
Lesa fréttina Umsóknarfrestur sumarstarfa