Vinnuskóli 16 ára byrjar 10. júní
Starfstímabilið hjá vinnuskólanum fyrir 16 ára unglinga er 6 vikur og stendur frá 10. júní til 26. júlí. Vinnuskólinn er lokaður vikuna 8. til 12. júlí. Unnir eru 6 tímar á dag, fjóra daga vikunnar. Vinnuskólinn hefur þann háttinn á í ár að 16 ára unglingar mæta fyrstu þrjá dagana á fræðsludaga í Rósenborg en sá tími er inni í vinnutíma sumarsins sem er 144 klst. Mæta skal stundvíslega kl. 10 í Rósenborg, mánudaginn 10. júní. Það er skyldumæting á þessa daga.
05.06.2013 - 13:52
Lestrar 296