Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí n.k.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum
samgöngumáta.
Íþróttaráð fagnar átakinu Hjólað í vinnuna og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum
árum.
Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt
í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa.
Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem standa sig best. (bókun
Íþróttaráðs 18. apríl 2013).
Í fyrra veitti Íþróttaráð þremur vinnustöðum viðurkenningar fyrir góðan árangur í Hjólað í
vinnuna, sjá hér; http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/frettir/thad-borgar-sig-ad-hjola-i-vinnuna
Hér eru upplýsingar frá Íþrótta- og ólympíusambandi
Íslands í tilefni verkefnisins.