Starfstímabilið hjá vinnuskólanum fyrir 16 ára unglinga er 6 vikur og stendur frá 10. júní til 26. júlí. Vinnuskólinn er
lokaður vikuna 8. til 12. júlí. Unnir eru 6 tímar á dag, fjóra daga vikunnar. Vinnuskólinn hefur þann háttinn á í ár
að 16 ára unglingar mæta fyrstu þrjá dagana á fræðsludaga í Rósenborg en sá tími er inni í vinnutíma sumarsins
sem er 144 klst. Mæta skal stundvíslega kl. 10 í Rósenborg, mánudaginn 10. júní. Það er skyldumæting á þessa daga.
Mjög áríðandi er að hafa samband við skrifstofu vinnuskólans í síma 460 1210 eða 895 5269 eða senda tölvupóst
ásumarvinna@akureyri.is ekki síðar en miðvikudaginn 5. júní og láta vita unglingur ætlar ekki að
þiggja starfið.
Dreginn er skattur af launum allra starfsmanna sem fæddir eru 1997 eða fyrr. Því þarf að skila skattkorti í síðasta lagi 10. júní
í starfsmannaþjónustu Akureyrarkaupstaðar Geislagötu 9 (Ráðhúsið). Ekki er hægt að leiðrétta skatt eftir að laun hafa
verið greidd.
Bent er á að vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður.