Heilsupistill Heilsuverndar í september er kominn út og fjallar um hreyfingu og hvað það gerir okkur gott að fara út í göngutúr.
Hvort sem þú gengur, hleypur, hoppar, skoppar, eða valhoppar þá getur hreyfing í allavega 30 mínútur á dag haft margvísleg góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og bætt eða komið í veg fyrir ýmsa kvilla og sjúkdóma.
Vakin er athygli á því að leiðréttingar vegna nýrra kjarasamninga Kjalar, Sameykis, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Félags leikskólakennara og Félags grunnskólakennara ásamt sáttargreiðslu Kjalar og Sameykis koma til greiðslu 30. júní en birtast á sér launaseðli.
Áður en haldið er af stað í sumarfrí þarf að huga að ýmsu. Meðal annars að muna eftir að skrá sumarfríið og aðrar fjarvistir í dagbókina í Outlook. Nauðsynlegt er að merkja sumarfrí í dagbókina um leið og það liggur fyrir. Svo þarf að muna að stilla sjálfvirka svörun í tölvupóstinum áður en farið er í fríið. Hér eru leiðbeiningar.
Til hamingju Síðuskóli, Krógaból og Amtsbókasafn/Héraðsskjalasafn!
Heilsuráð Akureyrarbæjar veitti nýlega þremur stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir þátttöku í Hjólað í vinnuna sem fór fram 3. - 23. maí. Viðurkenningu heilsuráðs 2023 hlutu Síðuskóli, Heilsuleikskólinn Krógaból og Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið.
Samantekt á niðurstöðum launagreiningar 2023 og stöðu jafnlaunaviðmiða en að finna á slóðinni https://www.akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/starfsmannathjonusta/frettir/skra-2.03-kynning-a-jafnlaunagreiningu-mai-2023-vefur-ii.pdf - slóðin er opin.
• Upplýsingar um jafnlaunastefnu (ensku og öðrum tungumálum), tengil á mannréttindastefnu og ábendingarhnapp eru eftir...