Stafræna hæfnihjólið - námskeið opið öllum
Stafræna hæfnihjólið – almenn stafræn hæfni er nám sem Starfsmennt bjó til út frá sjálfsmatstækinu Stafræna hæfnihjólinu sem þróað var af danska fyrirtækinu Center for digital dannelse. VR lét þýða matstækið yfir á íslensku og opnaði fyrir aðgang að því á vef í lok árs 2019 og geta allir farið í gegnum sjálfsprófið til að fá mat á stafræna hæfni sína. Starfsmennt fékk styrk frá Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar árið 2019 til að þróa námsefnið og er það opið öllum endurgjaldslaust.
10.02.2021 - 15:06
Lestrar 55