Viðhorfskönnun KJALAR – símenntun

Framboð á sí-og endurmenntun hefur aukist verulega síðustu árin og í mörgum tilfellum fær starfsfólk umbun fyrir að sækja slíkt. Sjá má að svarendur hafa verið mjög duglegir við að sækja sér sí- og endurmenntun bæði í tengslum við sitt starf sem og áhugamál. Algengast er að svarendur hafi farið á almenn námskeið eða rúm 40%, næst á eftir koma fyrirlestrar með 28%, þar á eftir námskeið á vegum fræðslusetursins Starfsmenntar en þangað sóttu tæp 20% menntun sína og tæp 17% svarenda hafa sest á formlegan skólabekk á síðastliðnum tveimur árum. 

Hefur þú sótt eða varið tíma í sí- og endurmenntun á síðast liðnum tveimur árum? (mynd) 

Hægt er að skipta sí- og endurmenntun svarenda niður í þrjá megin flokka, námskeið eða fyrirlestra vegna starfsins, frístundanámskeið og formlegt nám.  Meiri hluti þeirra sem hafa farið á námskeið nefna ýmis námskeið sem viðkemur þeirra starfi eða starfsgrein. 

Aðrar helstu niðurstöður skýrslunnar eru :

  • Almenn ánægja með sameiningu stéttarfélaganna og upplýsingagjöf vegna breytinganna hefur skilað sér til félagsmanna.
  • Viðhorf til frekari sameiningar er jákvætt.
  • Um helmingur svarenda hefur litla sem enga þekkingu á starfsemi KJALAR.
  • Mikilvægasta hlutverk KJALAR er að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna. 
  • Félagsmenn eru almennt þeirrar skoðunar að starfsmatið sé góð leið til að ná jafnrétti í launum en eru ekki nógu ánægðir með hvernig störf eru metin í starfsmatinu.
  • Mun fleiri konur lesa KJÖLFESTU en karlar en segja má að félagsmenn séu ánægðir með blaðið og lesi það oftast nær.
  • Fáir félagsmenn fara oft inn á heimasíðu KJALAR en eru þó nokkuð ánægðir með hana.
  • Tölvufærni félagsmanna er yfirleitt góð.  Algengast er að félagsmenn hringi í skrifstofu KJALAR eða komi á hana.
  • Félagsmenn duglegir við að sækja sí- og endurmenntun.

 

Skýrslan í heild sinni er hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan