Í kjölfar þess að samþykkt var ný mannauðsstefna sl. vor skipaði bæjarstjóri starfshóp sem hefur undanfarnar vikur unnið að gerð þjónustustefnu fyrir Akureyrarbæ.
Meðal annars hefur hópurinn leitað til bæjarbúa til að fá fram hugmyndir um hvernig þjónusta á vegum bæjarins eigi að vera.
Kallaðir voru saman tveir hópar sem beðnir voru að svara spurningunni:
Á hvað þurfa starfsmenn Akureyrarbæjar að leggja áherslu svo þjónusta þeirra verði framúrskarandi?
Niðurstöður úr hópavinnunni voru nýttar til að setja fram drög að þjónustustefnu ásamt tillögu að gildum og leiðbeiningum til starfsmanna um góða þjónustu.
Það er ósk starfshópsins að starfsfólk Akureyrabæjar gefi sér tíma til að skoða tillögurnar vel og er starfsfólk hvatt til þess að senda athugasemdir og ábendingar fyrir 12. desember nk. á netfangið - ingunn@akureyri.is
Vinnuhópur um gerð þjónustustefnu.
Dagný Harðardóttir, Skrifstofu Ráðhúss
Gunnar Frímannsson, Hagþjónustu
Hólmkell Hreinsson, Amtsbókasafnið
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Skóladeild
Ingunn H. Bjarnadóttir, Starfsmannaþjónustu
Kristjana Kristjánsdóttir, Starfsmannaþjónustu
Ólafur Örn Torfason, Búsetudeild
Rut Petersen, Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar
Sædís Gunnarsdóttir, Skipulagsdeild
Tómas Björn Hauksson, Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar
Úlfar Björnsson, Glerárskóla