Fjölgun ferða til Grímseyjar
Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
24.03.2017 - 14:09
Lestrar 488