Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fiske minnismerkið

Fiske minnismerkið

Fyrir ofan höfnina, fyrir framan veitingastaðinn og búðina má sjá minnismerki um Daniel Willard Fiske sem var mikill velgjörðamaður Grímseyinga. Fiske var ríkur amerískur fræðimaður og skákáhugamaður.
Lesa fréttina Fiske minnismerkið
Hólmarnir

Hólmarnir

Við norðurenda tjarnarinnar sem liggur við leiðina frá þorpinu út á flugvöllinn má sjá tvo höfða við ströndina. Þar segir sagan að fyrstu landnemar Grímseyjar séu heygðir, maður að nafni Grímur, sem sigldi ásamt fjölskyldu sinni frá Sognafirðinum í Noregi til Íslands og settist að í Grímsey.
Lesa fréttina Hólmarnir
Heimskautsbaugurinn

Heimskautsbaugurinn

Heimskautsbaugurinn sker þvert í gegnum Grímsey frá vestri til austurs um norðurhluta hennar.
Lesa fréttina Heimskautsbaugurinn
Björgin

Björgin

Á fyrri tímum voru björgin mikilvæg matarbúr og átti hver bær sitt bjargsvæði þar sem tínd voru egg og fuglar veiddir. Kiwanisfélag eyjarinnar hefur séð til þess að björgin séu merkt sínum fornu nöfnum sem oft tengjast nafni bæjarins sem átti viðkomandi bjarghluta.
Lesa fréttina Björgin
Samstarfsverk

Samstarfsverk

Sumarið 2010 hélt listamaðurinn Georg Hollander námskeið með börnum í Grímsey þar sem unnið var með efni úr fjörum eyjarinnar og búin til ýmiskonar listaverk. Sjá má listaverkin víða um eyjuna. Þau voru alls 6 en hafa smátt og smátt týnt tölunni enda flest úr nátttúrulegum efnivið með misgóða endingu.
Lesa fréttina Samstarfsverk
Vindmyllan

Vindmyllan

Árið 1982 lét Raunvísindastofnun Háskólans setja upp vindmyllu í Grímsey.
Lesa fréttina Vindmyllan
Orbis et Globus vígt í Grímsey

Orbis et Globus vígt í Grímsey

Í dag fór fram í Grímsey vígsla á listaverkinu Orbis et Globus sem er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hjá Studio Granda.
Lesa fréttina Orbis et Globus vígt í Grímsey
Kletturinn Borgin í Grímsey.
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Fimm verkefni í Grímsey hlutu styrk

Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey í maí 2017. Til úthlutunar voru sex milljónir króna. Frestur til að skila inn umsóknum var til 31. maí og bárust alls fimm umsóknir um styrki.
Lesa fréttina Fimm verkefni í Grímsey hlutu styrk
Strætisvagninn ekur í land í Grímsey. Mynd: Halla Ingólfsdóttir

Leið 1 í Grímsey

Fyrsti almenningsvagn í sögu Grímseyjar kom til eyjarinnar fyrir rúmri viku. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf. festi kaup á strætisvagninum sem tekur 23 farþega í sæti.
Lesa fréttina Leið 1 í Grímsey
Hjólandi til Grímseyjar

Hjólandi til Grímseyjar

Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.
Lesa fréttina Hjólandi til Grímseyjar
Mynd: María Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2016 og 2017, eða kr. 6.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins í Grímsey.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey