Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Jóhannes Henningsson

VORBOÐAR Í GRÍMSEY - LÓA BÚIN AÐ BERA

Fyrstu vorboðarnir í Grímsey hafa gert vart við sig. Sauðburður hófst 17.mars og nú þegar eru þrjár kindur bornar, fyrst var ærin Lóa sem bar tveimur lambhrútum. Í Grímsey eru tvö fjárbú með alls um 140 ær. Sauðburður hefst að venju af fullum krafti um næstu mánaðamót og eru þessar kindur því nokkuð á undan áætlun.
Lesa fréttina VORBOÐAR Í GRÍMSEY - LÓA BÚIN AÐ BERA
Daniel Willard Fiske.

Þjóðhátíðardagur Grímseyinga

Velgjörðarmaður Grímseyinga, Daniel Willard Fiske, var fæddur þennan dag árið 1831 og er fæðingardagur hans eins konar þjóðhátíðardagur eyjarskeggja. Af því tilefni verður haldið kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla klukkan 18 í dag en fyrir því stendur kvenfélagið í Grímsey og hefur gert svo lengi sem elstu menn muna. Börnin í Grímsey munu sjá um skemmtiatriði.
Lesa fréttina Þjóðhátíðardagur Grímseyinga
Söguvarðan um Fiske.

Söguvörður í Grímsey

Settar hafa verið upp tvær nýjar söguvörður í Grímsey. Á annarri þeirra er fjallað almennt um eyjuna og byggðina þar en á hinni um velgjörðarmann Grímseyinga, Daniel Willard Fiske. Söguvörðurnar eru sambærilegar við þær sem settar hafa verið upp á Akureyri en skiltin eru unnin af Akureyrarstofu og Minjasafninu á Akureyri fyrir styrk sem Kvenfélag Grímseyjar hlaut úr Menningarsjóði Eyþings.
Lesa fréttina Söguvörður í Grímsey
GRÍMSEYJARDAGAR 2015

GRÍMSEYJARDAGAR 2015

Árlegir Grímseyjardagar verða haldnir 5. - 7. júní. Þá gera Grímseyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr hafinu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna.
Lesa fréttina GRÍMSEYJARDAGAR 2015
Mynd: Halla Ingólfsdóttir

Eggjataka í Grímsey

Mikið er um bjargfugla í Grímsey og er þar löng hefð fyrir eggjatöku. Vegna kulda í vor hefur eggjatökunni seinkað talsvert eða um 10 daga.
Lesa fréttina Eggjataka í Grímsey
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Fyrirhuguðum fundi frestað

Fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey á morgun, miðvikudaginn 28. janúar, og blaðamannafundi á Akureyri morguninn eftir, hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum.
Lesa fréttina Fyrirhuguðum fundi frestað
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Úthlutun byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015:
Lesa fréttina Úthlutun byggðakvóta
Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey

Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey

Á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember, verður haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.
Lesa fréttina Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey
Svamlað í sjónum við heimskautsbaug.

Sjósund við Grímsey

Árni Georgsson skellti sér í sjósund norður fyrir heimskautsbauginn í Grímsey með tengdaföður sínum fyrir skemmstu og var alsæll með upplifunina. "Sveinn tengdafaðir minn hafði áður synt í Suður-Íshafinu og því fannst honum gráupplagt að loka hringnum með því að synda líka í Norður-Íshafinu," sagði Árni í viðtali við Akureyri.is.
Lesa fréttina Sjósund við Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

BBC í Grímsey

Tökulið á vegum BBC var í Grímsey í júlí að taka upp sjónvarpsefni um lífríki eyjarinnar. Þeir komu einnig í vor og tóku myndir þegar eggjatínsla stóð sem hæst. Upptökurnar í Grímsey verða hluti af kvimyndinni "Fótspor risanna" sem fjallar um mannlíf og náttúru Íslands ...
Lesa fréttina BBC í Grímsey
Photo by DannyK photography.

Brúðkaup í Grímsey

Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína til Grímseyjar og eru helstu ástæðurnar heimskautsbaugurinn, lundabyggðin og sólarlagið. Í sumum tilvikum er erindið þó annað. Bandaríkjamennirnir Virginia Mahacek og Harold Schamback voru búin að stefna að Íslandsferð lengi og þegar stundin loksins rann upp, ákváðu þau að láta pússa sig saman í leiðinni.
Lesa fréttina Brúðkaup í Grímsey