VORBOÐAR Í GRÍMSEY - LÓA BÚIN AÐ BERA
Fyrstu vorboðarnir í Grímsey hafa gert vart við sig. Sauðburður hófst 17.mars og nú þegar eru þrjár kindur bornar, fyrst var ærin Lóa sem bar tveimur lambhrútum. Í Grímsey eru tvö fjárbú með alls um 140 ær. Sauðburður hefst að venju af fullum krafti um næstu mánaðamót og eru þessar kindur því nokkuð á undan áætlun.
07.04.2016 - 08:33
Lestrar 191