Fréttir

Mynd: Friðþjófur Helgason.

Almenningshlaup í Grímsey

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen fer fram í Grímsey á morgun, laugardag, í fyrsta sinn. Hlaupið hefst kl. 11.00 við félagsheimilið Múla og verða tvær leiðir í boði. Annars vegar verður hlaupinn einn hringur í kringum Grímsey en hann telur tæpa tólf kílómetra og hins vegar verða hlaupnir tveir hringir í kringum eyna, sem teljast þá rúmlega hálfmaraþon. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til almenningshlaups í Grímsey og aldrei áður hefur verið hlaupið jafn norðarlega hér á landi.
Lesa fréttina Almenningshlaup í Grímsey
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey

Í dag, föstudag, fer fram reglubundinn stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vanalega er fundað í Reykjavík en að þessu sinni var ákveðið að bregða út af vananum og halda fundinn í Grímsey. Fundarmenn komu til Grímseyjar í morgun og að lokinni skoðunarferð um eyna tóku við fundarhöld í félagsheimilinu Múla. Alls eru um 40 mál til umfjöllunar og þar af 15 til afgreiðslu. Stjórnin heldur að fundi loknum til Húsavíkur og hittir þar sveitarstjórn Norðurþings.
Lesa fréttina Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey
Sendiherra í Grímsey

Sendiherra í Grímsey

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, upplifði sumarsólstöður við heimskautsbauginn í Grímsey ásamt eiginkonu sinni og tveimur barnabörnum. Ekkert þeirra hafði áður komið til Grímseyjar og var fjölskyldan var hæstánægð með daginn.
Lesa fréttina Sendiherra í Grímsey
Gaman á Grímseyjardögum

Gaman á Grímseyjardögum

Góð stemning var á Grímseyjardögum sem haldnir voru hátíðlegir um síðustu helgi í rjómablíðu og koppalogni. Mun fleiri sóttu hátíðina nú en í fyrra og naut fólk útiveru við alls kyns leiki frá morgni til kvölds og fram eftir nóttu í fögru sólsetri.
Lesa fréttina Gaman á Grímseyjardögum
Mynd: Ragnar Hólm

Grímseyjardagurinn 2012

Grímseyjardagurinn verður haldinn öðru sinni helgina 1.-3. júní nk. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Dagskránni lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Lesa fréttina Grímseyjardagurinn 2012
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Úthlutun byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Lesa fréttina Úthlutun byggðakvóta
16 af 18 félögum sem taka þátt í átakinu.

Mottumars í Grímsey

Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey taka virkan þátt í Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini í körlum. Klúbburinn heitir svo eftir Grími þeim sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni.
Lesa fréttina Mottumars í Grímsey
Hópurinn sem lagði af stað frá Grímsey fyrr í dag.

Skíðaferð til Akureyrar

Allir nemendur Grímseyjarskóla eru nú lagðir af stað í þriggja daga skíða- og skemmtiferð til Akureyrar. Auk þess að fara á skíð verður farið í leikhús og keilu, út að borða og ýmislegt fleira sér til gamans gert. Flogið var með Norlandair frá Grímsey í dag og verður snúið aftur heim á föstudag.
Lesa fréttina Skíðaferð til Akureyrar
Lundi í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Svartfuglinn sestur upp

Þótt febrúar sé varla liðinn, lætur vorið nú á sér kræla norður við heimskautsbaug. Fyrir um hálfum mánuði fór svartfuglinn að setjast upp í björgunum í Grímsey og þykir það óvenju snemmt. Langvía og stuttnefja fylla þar nú allar syllur og álkan er væntanleg í urðina fyrir neðan.
Lesa fréttina Svartfuglinn sestur upp
Hrafn með skólakrökkunum.

Skákdagurinn í Grímsey

Skákdagur Íslands var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Grímsey á fimmtudag í síðustu viku á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar en Grímsey var löngum eitt höfuðvígi skálistarinnar á Íslandi. Í tilefni dagsins kom Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður í heimsókn til eyjarinnar og varði fyrri hluta dags með skólabörnum við að tefla og fræða um skákina.
Lesa fréttina Skákdagurinn í Grímsey
Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Í vikunni sem leið fengu fjórir samstarfsaðilar, þ.e. Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Akureyrarbær, styrk úr Orkusjóði til að kanna hagkvæmni þess að kynda byggðina í Grímsey með viðarkurli.
Lesa fréttina Mögulega kynt með kurli í Grímsey