Fréttir

Helga Hrund Þórsdóttir með annað lambið í fanginu.

Fyrstu lömbin

Sauðburður hófst um helgina í Grímsey. Var það ærin Fönn á búinu Stóra milljón sem bar tvær hvítar gimbrar. Lömbin voru stór og stæðileg og kallast Karen og Inga en daginn sem þau voru borin áttu feðgin í Grímsey afmæli, þau Karen Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Bjarnason og nafnagiftin því þeim til heiðurs.
Lesa fréttina Fyrstu lömbin
Jarðskjálfti austur af Grímsey.

Jarðskjálfti austur af Grímsey

Snarpur jarðskjálfti, af stærð 5,5, varð kl. 00.59 þann 2. apríl með upptök í Skjálfandadjúpi, eða um 15 km austur af Grímsey. Mikil eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið og varð stærsti eftirskjálftinn, 4,3 að stærð, kl. 01.13.
Lesa fréttina Jarðskjálfti austur af Grímsey
Sjónvarpsfólkið í kaffipásu í Grímsey.

Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey

Í síðustu viku var sjónvarpsfólk frá þýsku ríkissjónvarpsstöðinni ARD statt í Grímsey við tökur á heimildaþætti um þorp og bæi við heimskautsbaug. Auk þess að taka upp efni í Grímsey er förinni heitið til Rússlands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Grænlands. Frá ARD komu Klaus Scherer, fréttamaður, Sandra Kotth, myndatökumaður, Kristian Baum, 2. myndatökumaður, Helmut Hansen hljóðmaður og Angela Andersen framleiðandi.
Lesa fréttina Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey
Kiwanisklúbburinn Grímur.

Mottumars í Grímsey

Mikil stemning hefur ríkt í Grímsey í marsmánuði þar sem karlmenn eyjarinnar hafa keppst við að safna yfirvaraskeggi í tilefni af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins. Kiwanisklúbburinn Grímur tekur þátt í átakinu annað árið í röð og inn á vefsíðu átaksins, mottumars.is, má sjá árangur kappanna. Klúbburinn heitir eftir Grími nokkrum sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni. Auk þeirra félaga eru 14 einstaklingar skráðir til leiks í Grímsey og því mikil gróska í skeggsöfnun þeirra Grímseyinga.
Lesa fréttina Mottumars í Grímsey
Link Kokiri.

Synt í sjónum við Grímsey

Bandaríski ferðamaðurinn Link Kokiri dvaldist í Grímsey á dögunum og kunni vel við sig. Svo vel reyndar að hann synti allsnakinn í sjónum við eyna: “Ég gat ekki sleppt því tækifæri að synda í sjó norður fyrir heimskautsbauginn, “ svarar Link þegar hann er spurður um uppátækið.
Lesa fréttina Synt í sjónum við Grímsey
Mynd: Friðþjófur Helgason

Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey

Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar ferjunnar 3.088 árið 2007 en 6.535 árið 2012. Farþegafjöldinn hefur því rúmlega tvöfaldast á 5 árum og eru erlendir farþegar í meirihluta 6 mánuði ársins. Til viðbótar hafa skemmtiferðaskip einnig viðkomu í Grímsey og er von á fjórum þeirra næsta sumar. Árið 2008 var tekin í notkun ný Grímseyjarferja fyrir 108 farþega og siglir hún þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins hring.
Lesa fréttina Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey
Thys de Vlieger og Astrid Nobel .

"Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"

Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan. Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega upp,” segir Astrid.
Lesa fréttina "Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"
Þorrablót í Grímsey

Þorrablót í Grímsey

Þorrablót verður haldið í Grímsey á morgun, föstudag, í félagsheimilinu Múla kl. 20.00. Skemmtidagskráin er sneisafull af heimatilbúnum skemmtiatriðum eyjarskeggja sem munu vafalaust vekja mikla katínu. Veislustjórn verður í höndum Birgis Arasonar og hljómsveitin Í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Lesa fréttina Þorrablót í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Saltkjöt og baunir í Múla

Sprengidagur var haldinn hátíðlegur í Grímsey í gær og komu eyjarskeggar saman í félagsheimilinu Múla og borðuðu saman saltkjöt og baunir eins og venjan er á þessum degi. Það voru konur í Kvennfélaginu Baugi sem höfðu veg og vanda að eldamennskunni og nutu á bilinu 50-60 manns veiganna.
Lesa fréttina Saltkjöt og baunir í Múla
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

"Bollað" í Grímsey

Bolludagurinn er í dag og honum fagna landsmenn með ýmiskonar hætti. Grímseyingar eru þar engin undantekning og kl. 4.00 í nótt hittust grunnskólakrakkar Grímseyjar í félagsheimilinu Múla til þess að leggja á ráðin. Eftir stuttan fund lá leið þeirra í syðsta hús eyjarinnar þar sem haldið var rakleiðis inn í svefnherbergi húsráðenda og þeir “bollaðir”. Að þessari heimsókn lokinni tók sú næsta við og klukkutíma síðar höfðu krakkarnir heimsótt öll ólæst hús í Grímsey. Húsráðendur voru margir hverjir undirbúnir og verðlaunuðu gestina með sælgæti. Hefð er fyrir því að gefa frí í skólanum í Grímsey á bolludag í stað öskudags og krakkarnir geta því notið sælgætisins í ró og næði það sem eftir lifir dagsins.
Lesa fréttina "Bollað" í Grímsey
Hrognkelsi. Mynd: Visindavefurinn.is.

Vorboðinn kominn í Grímsey

Fyrstu rauðmagar ársins veiddust við Grímsey í síðustu viku en þar á bæ eru þeir kallaðir vorboðar, órækur vitnisburður um að sólin hækkar á lofti og líður að vori. Rauðmagarnir fengust í net sem eru lögð yfir vetartímann á um 50-60 faðma dýpi og eru látin liggja í sólarhring í senn.
Lesa fréttina Vorboðinn kominn í Grímsey