Fyrstu lömbin
Sauðburður hófst um helgina í Grímsey. Var það ærin Fönn á búinu Stóra milljón sem bar tvær hvítar gimbrar. Lömbin voru stór og stæðileg og kallast Karen og Inga en daginn sem þau voru borin áttu feðgin í Grímsey afmæli, þau Karen Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Bjarnason og nafnagiftin því þeim til heiðurs.
09.04.2013 - 11:10
Lestrar 472