Tólf skip til Grímseyjar
Eins og staðan er í dag hafa tólf skemmtiferðaskip boðað komu sína til Grímseyjar næsta sumar en á þessu ári voru skipin aðeins fjögur, þannig að þetta er sannarlega mikil og ánægjuleg aukning, segir Pétur Ólafsson skrifstofurstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann segir að þessi mikla aukning komi verulega á óvart.
06.11.2013 - 09:51
Lestrar 405