Fréttir

Mynd: Friðþjófur Helgason.

Tólf skip til Grímseyjar

„Eins og staðan er í dag hafa tólf skemmtiferðaskip boðað komu sína til Grímseyjar næsta sumar en á þessu ári voru skipin aðeins fjögur, þannig að þetta er sannarlega mikil og ánægjuleg aukning,“ segir Pétur Ólafsson skrifstofurstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann segir að þessi mikla aukning komi verulega á óvart.
Lesa fréttina Tólf skip til Grímseyjar
Þátttakendur í hlaupinu 2012.

Norðurheimskautsbaugshlaupið

Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.
Lesa fréttina Norðurheimskautsbaugshlaupið
Mynd: María Tryggvadóttir

Stórgrýti flutt til Grímseyjar

Í sumar hefur verið unnið að því að flytja mikið magn af efni til Grímseyjar til að styrkja aðalhafnargarðinn í eyjunni, en hann hefur látið á sjá vegna ágangs sjávar. Samið var við verktakann Árna Helgason ehf. um að vinna stórgrýti úr grjótnámunni við Garð í Ólafsfirði.
Lesa fréttina Stórgrýti flutt til Grímseyjar
Mynd: María Tryggvadóttir

Gott veður og mikið um ferðamenn

Veður hefur verið mjög gott í Grímsey í sumar og mikið um ferðamenn. Hríseyjarferjan Sæfari, sem getur tekið allt að 108 farþega, hefur því stundum verið fullbókuð. Aðstæður til siglinga hafa einnig verið með besta móti í sumar og ölduhæðin hefur verið um 0.2 metrar marga daga í röð sem er mjög sjaldgæft á Grímseyjarsundi.
Lesa fréttina Gott veður og mikið um ferðamenn
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Sprenging í Grímsey

Um helgina fannst virkt kafbátanjósnadufl frá tímum kalda stríðsins í fjörunni við Grímsey. Voru sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni kallaðir til og komu þeir til Grímseyjar á sunnudaginn með björgunarþyrlunni TF-LIF.
Lesa fréttina Sprenging í Grímsey
Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum

Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum

Sumarsólstöður eru 21. júní en þá er lengsti dagur ársins. Í Grímsey er hefð fyrir því að fagna þessum degi með því að njóta sólarlagsins en hvergi er betri staður til að njóta þess ef veður er gott, þar sem heimskautsbaugurinn sker þvert yfir eyjuna.
Lesa fréttina Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Ég var einu sinni frægur sýnt í Grímsey

Leikritið Ég var einu sinni frægur var sýnt í félagsheimilinu Múla í Grímsey um helgina. Grímseyingar fjölmenntu á sýninguna en alls mættu 50 manns og skemmtu sér vel. í leikritinu leika þeir Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal sjálfa sig sem gamla, bitra og geðilla leikara sem halda jafnframt að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.
Lesa fréttina Ég var einu sinni frægur sýnt í Grímsey
Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson.

Grímseyingur nr. 1

Helgi Daníelsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og landsliðsmarkvörður í fótbolta, varð nýlega áttræður og þegar hann kom til Grímseyjar á dögunum héldu Grímseyingar honum óvænta afmælisveislu í Múla, félagsheimili eyjarinnar.
Lesa fréttina Grímseyingur nr. 1
Grímseyjardagar 2013

Grímseyjardagar 2013

Árlegir Grímseyjardagar verða haldnir um næstu helgi, 31. maí til 2. júní. Þá gera Grímseyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr hafinu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna og skoða sig þar um.
Lesa fréttina Grímseyjardagar 2013
Sundlaugin í Grímsey.

Framkvæmdir í Grímsey

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Grímsey, bæði við sundlaugina og hafnarsvæðið. Í fyrra komu í ljós miklar skemmdir við sundlaugarbygginguna og í maí hófust því framkvæmdir við að endurnýja allt burðarvirki og klæðningar innan sem utan.
Lesa fréttina Framkvæmdir í Grímsey
Fríður hópur skólakrakka.

Skólaferðalag til Akureyrar

Í síðasta mánuði fóru 13 skólakrakkar úr Grunnskóla Grímseyjar í þriggja daga skólaferðalag til Akureyrar. Krakkarnir tóku sér íbúð á leigu á besta stað í miðbæ Akureyrar og fóru víða.
Lesa fréttina Skólaferðalag til Akureyrar