(svar!) Föstudagsþraut 2024 nr. 30 - Treyjusafn og fimm breytingar!
(svar!) Kæru safngestir, fótboltaunnendur og þrautaleysendur! - Gleðilegan föstudag og hvað gerum við þá?? Við leysum þraut! Og í þetta sinn er þrautin tengd nýjustu sýningunni okkar, "Treyjusafn Kristjáns Sturlusonar: Wycombe Wanderers."
Það er ómetanlegt að geta miðlað mismunandi reynsluheimum í formi samtals. Þann 31. ágúst nk. ætlum við að halda viðburð á Amtsbókasafninu þar sem lánaðar verða út mennskar bækur.
Föstudagsþraut 2024 nr. 29 - Nýjar kvikmyndir og fimm breytingar!
Kæru safngestir! Útgáfa kvikmynda á mynddiskum er ekki alveg jafn mikil og hún var hér áður fyrr, þannig að nýjar myndir hjá okkur eru nýjar örlítið lengur. En þessi mynd er nýlega tekin af mynddiskahillunni sem geymir nýjar kvikmyndir hjá okkur og hér þurfið þið bara að finna fimm breytingar á milli mynda!
Frábærum Potterdeginum mikla lokið - takk fyrir komuna!
Kæru safngestir! Við viljum þakka öllum þeim sem náðu að gera Potterdaginn mikla 2024 svo eftirminnilegan. Um 800 gestir mættu og starfsmenn voru eilítið færri. Töfrarnir flæddu yfir safnið og gleðin var sönn og mikil!
Elsku safngestir og HP-unnendur! Harry James Potter á afmæli 31. júlí og þá verður sko gaman á Amtsbókasafninu! Dagskrá allan daginn og um að gera að koma og skemmta sér!
(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 28 - Potterdagurinn og fimm breytingar!
(svar) Kæru HP- og þrautaelskandi safngestir og velunnarar! Föstudagur er hér og fylgifiskur hans er þrautin vinsæla. Þar sem vinur okkar Harry Potter á afmæli eftir 5 daga, þá er þrautin tileinkuð honum. Finnið fimm breytingar!
Fimmtudaginn 25. júlí milli 10:00-12:00 verður bókavörður með extra græna fingur til aðstoðar við uppskeru í samfélagsgarðinum okkar. Kíkið við og sækið ykkur salat og fleira girnilegt ykkur að kostnaðarlausu.
Kæru nornir, galdramenn og muggar - þann 31. júlí nk. verður Harry Potter 44 ára gamall. Í tilefni dagsins sláum við til veislu eins og síðustu ár og bjóðum ykkur velkomin á Potterdaginn mikla 2024!
(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 27 - Afgreiðslan og fimm breytingar!
(svar) Kæru þrautaelskandi og þolinmóðu safngestir! Kerfið okkar er komið í lag og við gleðjumst öll! Í tilefni af deginum - föstudeginum 19. júlí - þá kemur hér föstudagsþraut og sem fyrr á að finna fimm breytingar á milli mynda. Mynd þessi er tekin með kerfið lá niðri ... en samt brosum við allan hringinn!