(svör) Föstudagsþraut 2024 nr. 10 - Fimm breytingar hjá konum
(svör) Kæru konur og aðrir safngestir! Föstudagurinn kominn og þrautin líka. Hún tengist þremur af okkar frábæru konum sem vinna á Amtsbókasafninu og ...
Kæru Akureyringar! Til hamingju með daginn! Við fögnum öll 20 ára afmæli nýbyggingarinnar okkar og hins endurbætta húsnæðis, sem vígð voru 6. mars 2004!
Amtsbókasafnið á Akureyri auglýsir eftir tilboðum í rekstur veitingastofu á 1. hæð safnsins frá 1. maí 2024 til þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu til viðbótar (þ.e. 30. apríl 2029). Tilboðum skal skilað rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl.10.50 þann 7. mars 2024.
(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 9 - Hrönn og breytingarnar sjö!
(svar) Kæru þrautaelskandi safngestir! Föstudagurinn kominn og hann er einn af sjö dögum vikunnar, sumar fjölskyldur eru sjö manna fjölskyldur og höfuðdyggðirnar eru sjö. Breytingarnar hjá Hrönn eru því sjö og hún er fimm sinnum sjö ára!
Peter Parker ... Luffy ... Geralt ... Pratchett ... Mashima ... Moore ... karakterar og höfundar. Kæru fantasíuelskandi lánþegar: þessi póstur er eingöngu áminning um hina ...
Sýnd á Amtsbókasafninu á Akureyri 28. febrúar kl. 17:00. - Franski verðlaunaleikstjórinn Michel Ocelot (sem gerði Kirikou myndirnar) teflir hér fram stórbrotinni teiknimynd fyrir börn þar sem þrjár sögur á þremum mismunandi tímum í heimssögunni eru sagðar á áhrifamikinn máta.
(svar) Kæru gátuelskandi safngestir og velunnarar! Hér er fyrsta myndagáta ársins komin og hver veit nema krossgáta líti við hér síðar á árinu, en þetta er afskaplega létt til að byrja með, ekki satt??
Kæru áhorfsþyrstu safngestir! Eins og þið vitið þá komu nokkrir mynddiskar til okkar um daginn og nokkrar af þeim hafa nú þegar fengið alls konar viðurkenningar.