Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu
Akureyrarbæjar, http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi og stendur
umsóknartímabilið til og með 27. apríl nk.
Í Vinnuskólanum starfa 14-16 ára unglingar. 14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn ásamt einum hóp í
Hrísey. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Vinna 16 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og
félögum Akureyrar og felst að mestu í gróðurumhirðu.
Nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans er að finna hér og á heimasíðu skólans:
http://vinnuskoli.akureyri.is