Í síðustu viku veitt Heilsuráð Akureyrarbæjar nokkrum stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan og fyrirmyndaárangur í vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna sem stóð yfir í maímánuði. Vinnustaðirnir sem hlutu viðurkenningar í ár eru Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið, Heilsuleikskólinn Krógaból, Leikskólinn Lundarsel, Síðuskóli, Lundarskóli og SVA/Ferliþjónustan. Til hamingju allir með vel unnið verk og „keep up the good work"!
Starfsmenn þessara stofnanna eru öðrum stofnunum til fyrirmyndar í notkun hjólreiða til og frá vinnu og vonandi að þessi hópur stækki enn meira á komandi misserum.
Meðfylgjandi myndir eru af fulltrúum vinnustaðanna að taka við viðurkennningunum.


