Töluvert berst þessa dagana af fyrirspurnum til starfsmannaþjónustunnar um hvernig útborgun launa verði háttað um áramótin.
Fyrirkomulagið er sem hér segir:
Föstudagur 30. desember 2011.
Greidd mánaðarlaun vegna desembermánaðar til þeirra sem eru á eftirágreiddum mánaðarlaunum.
Greidd yfirvinna og álag fyrir tímabilið 16. nóvember – 15. desember til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum og eftirágreiddum
mánaðarlaunum.
Mánudagur 2. janúar 2012.
Greidd mánaðarlaun vegna janúarmánaðar 2012 til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum mánaðarlaunum.
Starfsmannaþjónustan óskar starfsfólki Akureyrabæjar gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er
að líða.