Fyrirkomulag útborgana um áramót verður sem hér segir:
Mánudagur 30. desember 2013.
Útborgun fer fram seinni partinn þann dag.
Í þeirri útborgun verða greidd mánaðarlaun vegna desembermánaðar til þeirra sem fá mánaðalaun sín greidd eftirá.
Einnig verður greidd yfirvinna og álag fyrir tímabilið 16. nóvember – 15. desember til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum og
eftirágreiddum mánaðarlaunum.
Fimmtudagur 2. janúar 2014.
Útborgun fer fram uppúr hádegi en bankar eru lokaðir til kl. 12:00.
Greidd verða mánaðarlaun vegna janúarmánaðar 2014 til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum mánaðarlaunum.