Framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar hefur ákveðið að frestur til að sækja um TV-einingar vegna verkefna og hæfni skuli vera til 15. september nú í haust. Þetta er gert að þessu sinni til að niðurstöður geti örugglega legið fyrr áður en kjarasamningur sveitarfélaganna og BHM rennur út 30. nóvember.
Samkvæmt reglum um TV-einingar er heimilt að greiða allt að 10 TV-einingar til viðbótar heildarlaunum starfsmanns ef hann tekur tímabundið að sér flókin og/eða umfangsmikil verkefni sem hafa í för með sér vinnuálag umfram það sem hefðbundið og eðlilegt getur talist í starfi hans, svo sem vegna þróunarvinnu, vísindarannsókna eða til að afla stofnun sinni sértekna.
Sjá nánar.