Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks til 22.apríl nk.
Samkvæmt "Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar" auglýsir fræðslunefnd Akureyrarbæjar hér með eftir umsóknum til námsleyfa á árunum 2019-2020.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2019. Umsóknin er rafræn inn á íbúagáttinni hér.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel "Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar" á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Rétt er að benda á að með umsókn um námsleyfi skal fylgja vottorð um samþykki yfirmanns samkvæmt ofangreindri samþykkt. Í vottorðinu skal yfirmaður rökstyðja hvernig námið mun nýtast vinnustaðnum.
Fyrirspurnum svarar Anna Lilja Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi, í síma 460-1062 eða á annalb@akureyri.is