Gerðar hafa verið breytingar á reglum um tímabundin viðbótarlaun fyrir verkefni og hæfni. Meiri áhersla er nú lögð á verkefni þannig að mat á tímabundnu verkefni umfram hefðbundnar starfsskyldur er forsenda þess að hæfnisþættir séu metnir. Nýju reglurnar er að finna hér á starfsmannasíðunni undir Kjaramál - Tímabundin viðbótarlaun. Vakin er athygli á að sækja þarf um TV-einingar vegna verkefna og hæfni fyrir 1. maí. Gunnar Frímannsson í hagþjónustu tekur á móti umsóknum að þessu sinni í fjarveru Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur. Einnig er hægt að skila umsóknum til starfsmannaþjónustunnar.