Eiður Þorsteinsson tekur við bókagjöfinni
Á 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í fyrra var ákveðið að heiðra sérstaklega starfsfólk sem þá hafði
unnið hjá bænum í 40 ár eða meira.
Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði og á afmæli bæjarins í síðustu viku, 29. ágúst, var sex
einstaklingum boðið til kaffisamsætis með bæjarstjórn og yfirmönnum sínum í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu.
Þessum traustu starfsmönnum var færð bókargjöf og blómvöndur.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Markús Hávarðarson úr Lundarskóla,
Samúel Jóhannsson frá íþróttamiðstöð Glerárskóla, Hrafnhildur Helgadóttir frá Hæfingarstöðinni
Skógarlundi, Jón Björn H Arason frá framkvæmdamiðstöð bæjarins, Ragna Kristjánsdóttir úr
fjármálaþjónustu, Eiður Þorsteinsson úr fjármálaþjónustu og Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti
bæjarstjórnar.