Vinnuhópur um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu skilaði tillögum sínum til bæjarráðs í júlí og munu niðurstöður vinnuhópsins verða teknar til umræðu í bæjarstjórn í september.
Meðal þess sem vinnuhópurinn leggur til er:
- Að sett verði í forgang vinnuferli þannig að mögulegt verði að taka upp persónukjör í kosningum til sveitarstjórna vorið 2018.
- Að unnin verði upplýsingastefna fyrir Akureyrarbæ og rafræn samskipti við íbúa formgerð.
- Að stofnað verði íbúaráð
- Að fjölga bæjarfulltrúum
- Að haldnir verði íbúafundir í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar
- Að tekin verði upp vinnubrögð þátttökufjárhagsáætlunargerðar
Vinnuhópinn skipuðu Andrea Hjálmsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Tillögur hópsins má finna í fundargerð bæjarráðs frá 14. júlí sl.