Sundlaug Akureyrar
Frá og með 23. janúar og út febrúar 2013 stendur starfsmönnum Akureyrarbæjar til boða að kaupa árskort í Sundlaugar Akureyrar
á 50% afslætti eða kr. 16.250. Fullt verð á árskorti er kr. 32.500.
Um er að ræða tilraunaverkefni og byggist áframhaldið á hversu margir nýta sér tilboðið.
Starfsmenn þurfa að sýna skilríki og haus af síðasta launaseðli í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar til að geta tryggt sér
þetta magnaða heilsueflingartilboð.
Öðrum fyrirtækjum og hópum mun einnig standa til boða afsláttur af magnkaupum á árskortum í Sundlaugar Akureyrar í samræmi
við samþykkt Íþróttaráðs frá 6. desember 2012. Nánar kynnt í febrúar.