Á tónleikunum mun Populus-hljómsveitin flytja lög eftir þrjá óumdeilda snillinga sem hún hefur sérhæft sig í: Tom
Waits, Nick Cave og Cornelis Vreeswijk.
Auk fastra meðlima hljómsveitarinnar munu koma fram tveir víðkunnir gestasöngvarar – þau Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson.
Aðstandendur tónleikanna vilja bjóða starfsmönnum Akureyrarbæjar ómótstæðilegt tilboðsverð á miðum: kr. 2.900 en fullt
verð er 4.900.
Til þess að nýta sér þetta tilboð þarf aðeins að kaupa miðana í miðasölu Hofs og sýna haus á launaseðli til
staðfestingar á viðkomandi sé starfsmaður bæjarins.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.