Menningarfélag Akureyrar býður starfsmönnum Akureyrarbæjar tilboð í nóvember á gjafakortum MAk.
Gjafakortið kemur í fallegum umbúðum og er sannkölluð ávísun á upplifun en það er hægt að nota á alla viðburði í Hofi og Samkomuhúsinu. Kortið gildir einnig í hönnunarversluninni Kistu og á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro. Það er því allt í senn ávísun á tónleika, leiksýningar, mat, drykk og hönnunarvörur.
Panta þarf í gegnum sérstaka vefsíðu og gefst þá 15% afsláttur af gjafakortum MAk.
Ef keypt er 10.000 króna gjafakort greiðir viðkomandi einungis 8.500 krónur fyrir kortið en handhafi getur eftir sem áður nýtt allar 10.000 krónurnar.
- Gjafakortið kemur í fallegri gjafaöskju
- Gjafakort MAk rennur aldrei út
- Afgreiðslutími gjafakorta er tveir dagar
- Hægt er að sækja kortin til okkar eða fá þau send (án auka kostnaðar)
- Gjafakortin eru tilvalin í jólapakkann, sem útskriftargjafir eða aðrar tækifærisgjafir
Hér er tengill á pöntunarsíðu fyrir Gjafakort MAk.
Ef óskað er frekari upplýsinga hafið þá samband - mak@mak.is