Á undaförnum dögum hafa starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga verið að koma aftur til starfa að loknum sumarleyfum og starfsemin að
færast í eðlilegt horf.
Eitt af fyrstu verkunum eftir sumarleyfi er útgáfa rafræna fréttabréfsins, sem fyrst var gefið út í janúar sl. í tilraunaskyni.
Sjöunda tölublað hefur nú litið dagsins ljós og er þar fjallað um fjölbreytt efni að vanda. Greint er frá breytingum á stjórn
sambandsins sem urðu nú í sumar, sagt frá úrskurðum innanríkisráðuneytisins, birtur fróðleikur um sveitarstjórnarmenn á
Alþingi og fleira og fleira.
Nálgast má Tíðindi af vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hér<http://issuu.com/samband/docs/tidindi_2013_7> og á vef sambandsins<http://www.samband.is/tidindi/>, þar sem einnig er að finna eldri tölublöð.
Vakin er athygli á því að Tíðindin eru einnig birt á html-formi á vef sambandsins.