Þjónustunámskeið fyrir vinnustaði Akureyrarbæjar

Þessa dagana sækja fimm vinnustaðir hjá Akureyrarbæ þjónustunámskeið. Markmið námskeiðsins er að byggja upp og viðhalda góðri þjónustumenningu.

Þeir vinnustaðir sem taka þátt í námskeiðinu að þessu sinni eru:

Plastiðjan Bjarg Iðjulundur, Heilsugæslustöðin – heimahjúkrun, Búsetudeild – heimaþjónusta B, Skrifstofa Ráðhúss, Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar, leikskólinn Lundarsel og leikskólinn Kiðagil.

Námskeiðið tvískipt og miðar fyrri hluti þess að því að auka samkennd meðal starfsfólks. Á þann hluta námskeiðsins er blönduð þátttaka frá þeim vinnustöðum er taka þátt hverju sinni. Seinni hlut námskeiðsins er síðan eiginlegt þjónustunámskeið sem haldið er sérstaklega fyrir hvern vinnustað fyrir sig.

Ætlunin er að bjóða aftur upp á námskeiðin næsta haust.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan