Í síðustu viku var haldin hátíðleg móttaka í Ráðhúsi Akureyrar fyrir starfsfólk sveitarfélagsins sem hefur starfað hjá bænum í 25 ár eða lengur. Alls fengu 146 einstaklingar boð til viðburðarins, en þau höfðu um síðustu áramót náð þeim merka áfanga að hafa starfað hjá sveitarfélaginu í heilan aldarfjórðung.
Starfsfólkið kemur úr fjölmörgum einingum bæjarins, en flest þeirra starfa við leik- og grunnskóla Akureyrar. Með þessari móttöku er þeim þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt til samfélagsins í gegnum árin.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá móttökunni hér.