Þann 27. nóvember sl. var gengið frá stofnun sameiginlegs starfsmenntasjóðs Starfsgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga í samræmi við kjarasamning þessara aðila. Sjóðurinn hlaut nafnið Sveitamennt.
Stjórn sjóðsins samþykkti á fyrsta fundi sínum að fara þess á leit við stéttarfélögin að þau annist innheimtu iðgjaldanna sem hækka frá áramótum úr 0,40% í 0,72% af öllum launum starfsmanna sveitarfélaga.
Formanni og framkvæmdastjóra Landsmenntar, Kristínu Njálsdóttur, var falið að óska eftir því við stéttarfélögin að þau geri sambærilegan samning við Sveitamennt og þau hafa gert við Landsmennt vegna innheimtunnar.
Í sjóðstjórn eru:
Frá SGS
|
|
Aðalmenn:
|
Signý Jóhannesdóttir formaður
|
|
Björn Snæbjörnsson
|
Varamaður:
|
Ragna Larsen
|
Frá LN
|
|
Aðalmenn:
|
Guðrún Ósk Sigurjónsd. varaform.
|
|
Karl Björnsson
|
Varamaður:
|
Ólöf Jóna Tryggvadóttir
|
Stjórn sjóðsins samþykkti á fyrsta fundi sínum að fara þess á leit við stéttarfélögin að þau annist innheimtu iðgjaldanna sem hækka frá áramótum úr 0,40% í 0,72% af öllum launum starfsmanna sveitarfélaga.
Formanni og framkvæmdastjóra Landsmenntar, Kristínu Njálsdóttur, var falið að óska eftir því við stéttarfélögin að þau geri sambærilegan samning við Sveitamennt og þau hafa gert við Landsmennt vegna innheimtunnar.