Styrkir til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Fræðslunefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2009-2010. Sérmenntaðir starfsmenn hafa menntun frá háskóla eða sérskóla á háskólastigi sem veitir ákveðin starfsréttindi.

Umsóknarfrestur er til 9. maí 2008.

Umsóknir skal senda rafrænt til starfsmanns fræðslunefndar Akureyrar, Ingunnar Helgu Bjarnadóttur. Umsóknareyðublaðið má finna hér.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel "Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar" á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Rétt er að benda á að með umsókn um styrk skal fylgja vottorð um samþykki yfirmanns samkvæmt ofangreindri samþykkt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan