Starfsmat sveitarfélaga - stiganiðurbrot

Stiganiðurbrot fyrir útgefin viðmiðunarstörf (nóv. 2004) hafa verið sett á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.

Enn eru nokkur störf í vinnslu en þetta skjal verður uppfært jafnóðum og fleiri störf bætast við. Neðst í vinstra horni skjalsins verður ávallt skráð hvenær skjalið var síðast uppfært.

Heildarstiganiðurstaða hefur tekið breytingum hjá sumum starfsheitum eftir endurskoðun / þverkeyrslu. Þetta helgast fyrst og fremst af því að gagnabanki starfsmatsins er orðinn stærri en hann var 2004 og upplýsingar um störf eru orðnar mun ítarlegri. Upplýsingar um hvaða störf hafa breyst verða kynntar innan tíðar.

Gera þarf ný starfsyfirlit fyrir þau störf sem hafa tekið breytingum en birting þeirra er í vinnslu. Einnig er verið að yfirfara þrepaskilgreiningar með viðbótarhjálpartexta sem verður settur inná heimasíðuna eftir umfjöllun úrskurðarnefndar.

Starfsmaður hefur öll nauðsynleg gögn til að óska eftir endurmati ef það á við þegar hann hefur aðgang að stiganiðurbroti fyrir starfið sitt, starfsyfirlit og þrepaskilgreiningar.

Fræðslufundir fyrir endurmatsteymi verða haldnir nú um miðjan desember. Skoða stiganiðurbrot.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan