Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að tekjuskattshlutfall á árinu 2008 verði óbreytt frá árinu 2007 eða 22,75%. Útsvarsálagning af hálfu Akureyrarbæjar verður einnig óbreytt frá fyrra ári eða 13,03%. Samtals verður því staðgreiðsluhlutfallið 35,78% sem er óbreytt hlutfall frá fyrra ári.
Persónuafsláttur hækkar frá fyrra ári um 5,86% í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs. Persónuafsláttur hver einstaklings verður því 408.409 kr. á árinu 2008 eða 34.034 kr. að meðaltali á mánuði.