SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS flýgur norður með stórbrotna tónlist í farteskinu; nýtt verk Daníels Bjarnasonar, ægifagran klarínettkonsert Mozarts og stórbrotna sinfóníu Tsjajkovskíjs.
Tónleikarnir verða í Hofi þriðjudaginn 27. október kl. 18.00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
EFNISSKRÁ:
- Daníel Bjarnason Blow Bright
- W. A. Mozart Klarínettkonsert
- Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 4
Stjórnandi: Daníel Bjarnason
Einleikari: Arngunnur Árnadóttir
Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á SINFONIA.IS