Um þessar mundir fer fram könnun á kynferðislegri áreitni meðal starfsfólks á búsetusviði og Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.
Rannsóknir sýna að heilbrigðisstéttir eru meðal þeirra sem eru í mestri áhættu fyrir því að verða fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Könnunin er liður í Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær er þátttakandi í ásamt Arendal í Noregi og Eskilstuna í Svíþjóð.
Vonast er eftir góðri svörun til þess að hægt verði að kortleggja stöðuna og þróa fyrirbyggjandi aðferðir. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.