Ari Orrason forseti bæjarstjórnar unga fólksins er lengst til vinstri og þá standa í röð frá vinstri Jörundur Guðni Sigurbjörnsson, Hulda Margrét Sveinsdóttir, Embla Blöndal, Þura Björgvinsdóttir, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir og Brynjólfur Skúlason.
Á dögunum fundaði bæjarstjórn unga fólksins sem skipuð er fulltrúum ungmennaráðs. Ungmennin sáu um undirbúning að dagskrá og var fundurinn öllum opinn. Bæjarstjórn unga fólksins kom með fjölmargar góðar tillögur sem vísað var til umfjöllunar bæjarráðs, s.s. varðandi samgöngumál, umhverfismál, skólamáltíðir, aðstöðu fyrir sjósund við Pollinn og fleira.