Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli til starfsfólks Akureyrarbæjar

Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli fer vel af stað þennan veturinn og nú gefst starfsfólki Akureyrarbæjar kostur á að kaupa vetrarkortin á afslættinum, Fjórir saman.

Síðastliðin vetur var skíðasvæðið opið í meira en 150 daga yfir tímabilið nóvember til maí og ekkert útlit er fyrir færri opnunar dögum í vetur enda státar Hlíðarfjall af fullkomnasta snjóframleiðslukerfi landsins.

Á heimasíðunni www.hlidarfjall.is eru uppfærðar upplysingar daglega um veður og vinda.

Upplysingar um vetrarkortin:

  • Starfsfólk Akureyrarbæjar getur keypt vetrarkort fyrir sig sjálft, einnig fyrir maka og börn.
  • Framvísið hausnum af launaseðli í afgreiðslunni í Hlíðarfjalli.
  • Ganga þarf frá greiðslum í leiðinni.
  • Þeir sem eiga lykilkort og vilja nota þau áfram verða að koma með þau með sér þannig að það sé hægt að hlaða inná nýju korti fyrir 07/08
  • Einnig geta þeir sem ekki eiga lykilkort keypt slíkt í Hlíðarfjalli.

Verðskrá vetrarkorta er:

  • 14.000 kr. Fullorðnir (fullorðnir eru þeir sem fæddir eru 1991 og fyrr)
  • 7.500 kr.   Börn (fædd 2001 – 1992)
  • 1.000 kr.    Lykilkort.

Sjá nánar á heimasíðunni www.hlidarfjall.is

Munið skíðakennsluna: Hóptímar/Einkatímar með fagfólki í greininni, hægt að panta með frekar stuttum fyrirvara.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan