Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ hefur, í samstarfi við Samband ísl. sveitarfélaga, ráðist í viðamikla rannsókn á stöðu og þróun lýðræðisins í sveitarfélögum. Stjórnandi rannsóknarinnar er Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Lögð verður áhersla á að niðurstöður geti nýst sveitarfélögum á hagnýtan hátt, m.a. með því að draga lærdóm af hvaða nýjungar á sviði íbúalýðræðis hafi reynst vel og hvað hefur reynst síður vel.
Sett hefur verið upp sérstök vefsíða fyrir verkefnið. Þar eru bæði kynningar og myndskeið frá málþingi sem haldið var 16. maí sl. og markaði upphaf rannsóknarverkefnisins. Yfirskrift þess var "Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögum?".
Frétt af www.samband.is