Rafrænir launaseðlar - breyting

Frá og með 15. janúar 2010 verða launaseðlar ekki sendir í heimabanka starfsfólks. Launaseðlarnir verða áfram birtir á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is.

Á starfsmannavefnum geta starfsmenn bæjarins fundið ýmsar einstaklingsbundnar upplýsingar sem skráðar eru um viðkomandi í SAP mannauðskerfi bæjarins.

Á vefnum getur starfsfólk nálgast:

  • Rafræna launaseðla
  • Stöðu orlofs
  • Stöðu veikindadaga
  • Reikninga frá Akureyrarbæ, s.s. fasteignagjöld, leikskólagjöld, tónlistarskóli, gjöld vegna grunnskóla.
  • Yfirlit yfir námskeið

Auk þess getur hver starfsmaður skráð og viðhaldið persónuupplýsingum, t.a.m. náms- og starfsferil, breytt aðsetri, símanúmeri, bankaupplýsingum o.fl.

Sækja þarf um lykilorð á vefnum www.eg.akureyri.is.

Starfsfólk getur valið um að fá lykilorðið sent í heimabanka eða að sækja það til starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu í Geislagötu 9, 1. hæð.

Nánari upplýsingar er að finna í hér og starfsmannaþjónustu í síma: 460 1060.

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan