Dagana 25. og 26. nóvember nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ.
Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.
Markmiðið með fræðslunni er að nýtt starfsfólk kynnist mismunandi starfsemi hjá bænum og fái innsýn inn í hin ýmsu mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar, bæði beint og óbeint. Nýliðafræðslan á að standa öllum nýjum starfsmönnum bæjarins til boða innan árs frá því að þeir hefja störf.
Hér má finna dagskrá námskeiðsins.