Nýliðanámskeið 14. og 15. nóvember

Dagana 14.-15. nóvember var haldið nýliðanámskeið fyrir starfsfólk sem nýlega hefur hafið störf hjá Akureyrarbæ. Slík fræðsla á að standa öllum nýjum starfsmönnum Akureyrarbæjar til boða innan árs frá því að þeir hefja störf.

Markmiðið með nýliðafræðslunni er að þátttakendur kynnist mismunandi starfsemi hjá Akureyrarbæ og fái innsýn inn í hin ýmsu mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar, beint og óbeint.

Að þessu sinni voru þátttakendur á námskeiðinu flestir frá grunnskólum Akureyrarbæjar, en einnig voru þátttakendur frá leikskólunum, skrifstofu ráðhúss og starfsmannaþjónustu.

Nylidanamskeid_nov06_1

Nylidanamskeid_nov06_5

Nylidanamskeid_nov06_3



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan