Þann 10. apríl verður boðið upp á þriggja tíma fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ.
Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið
starfsfólk að fara á nýliðanámskeið þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum
sínum og skyldum.
Markmiðið með fræðslunni er að nýtt starfsfólk kynnist mismunandi starfsemi hjá bænum og fái innsýn inn í hin ýmsu
mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar.
Hægt er að skrá þátttakendur með því að senda póst á almarun@akureyri.is fyrir
4. apríl.
Athugið að starfsfólk sem starfað hefur hjá Akureyrarbær skemur en í 12 mánuði getur sjálft skráð sig á
nýliðafræðsluna á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is Mikilvægt er þó að gera
slíkt í samráði við yfirmann.
Dagskrá nýliðafræðslunnar má finna Hér