Keppendur á NORAK mótinu 2013
Heilsuráð Akureyrarbæjar og mótanefnd NORAK og hafa
tekið höndum saman og skipuleggja hið árlega starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku, NORAK 2014.
Mótið fer fram þriðjudaginn 2. september og verður ræst af 1. teig kl. 16:30. Hægt er að koma óskum um rástíma til
mótsstjórnar.
Mótanefnd raðar í 3-manna lið eftir forgjöf og mótafyrirkomulagið gefur ÖLLUM færi á að vera með í mótinu, hvort sem
menn og konur hafi forgjöf eður ei!
Hér má finna auglýsingu með nánari
upplýsingum.
Skráningu lýkur föstudaginn 29. september.
Áhugasamir og áhugaminni eru vinsamlegast beðnir um að lesa vel og vandlega auglýsinguna og hafa óhikað samband við Ellert Örn Erlingsson
forstöðumann íþróttamála ef spurningar vakna.