Þann 13. febrúar skilaði forsendunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ v.
SÍ, FSL, FT og FL, niðurstöðu sinni varðandi viðbrögð við breytingu kjarasamninga á almennum markaði. Samkvæmt henni verða
eftirfarandi breytingar gerðar á kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga:
- Umsaminn gildistími kjarasamninga styttist um tvo mánuði.
- Framlög til annað hvort fræðslusjóða/starfsmenntasjóða eða styrktarsjóða/sjúkrasjóða hækka í
áföngum um 0,1%, eigi síðar en 1. janúar 2015.
- Samningsaðilar taka þátt í sameiginlegri vinnu aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga.
Niðurstaða forsendunefndarinnar