Síðastliðinn vetur stóð vinnustöðum Akureyrarbæjar til boða námskeið á vegum innanhússfræðara þar sem
fjallað var um líðan starfsfólks á vinnustað.
Frá því í ágúst 2013 hafa verið haldin 48 námskeið á vinnustöðum bæjarins við góðar
undirtektir.
Innanhúsfræðarar eru 13 manna hópur starfsmanna Akureyrarbæjar sem hefur fengið þjálfun í aðferðum til að virkja
þátttakendur til að ræða mál, forgangsraða og taka afstöðu. Tveir eða fleiri leiðbeinendur úr hópnum stýrðu hverju
námskeiði en hvert námskeið var 1 – 2,5 klukkutími að lengd, eftir eðli þeirra og stærð starfsmannahópa.
Markmið námskeiðanna var að fjalla um og ræða vellíðan á vinnustað, samskipti, virðingu og umburðarlyndi. Hér eru dæmi um
spurningar sem ræddar voru á námskeiðunum:
- Hvað einkennir góða endurgjöf og af hverju hún er mikilvæg?
- Hvað gerir vinnustað eftirsóknarverðan?
- Hvað einkennir góðan samstarfsmann?
- Hverjar eru birtingarmyndir og afleiðingar eineltis á vinnustað?
Næsta vetur verður aftur boðið upp á námskeið á vegum innanhússfræðara.